Lögmannsþjónusta

Helga Baldvins lögmaður


Mannréttindi

Aðstoða fólk við að sækja rétt sinn vegna mismununar sem það verður fyrir á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna, kyntjáningar eða annarar jaðarsettrar stöðu.

Hef sérhæft mig í mannréttindum fatlaðs fólks og þeirri þróun sem hefur átt sér stað varðandi útvíkkun jafnréttishugtaksins þannig að það nái yfir stöðu allra jaðarsettra einstaklinga og hópa.


Bætur fyrir brotaþola

Þrátt fyrir að skaðabótalög heimili brotaþolum að sækja bætur fyrir geðrænt tjón er sjaldgæft að brotaþolar fari þá leið. Algengar afleiðingar ofbeldis eru þunglyndi, kvíði og áfallastreita með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni vegna sálfræðimeðferðar eða skertrar starfsorku.

Ég held úti aðgengilegum umræðuvettvangi til að styrkja stöðu brotaþola þegar kemur að því að leita réttar síns. Hópurinn heitir “Bætur fyrir brotaþola” og er á Facebook.


fyrirlestrar og námskeið

Bý yfir víðtækri reynslu af kennslu og námskeiðahaldi. Byggi á þverfaglegri menntun á sviði lögfræði, þroskaþjálfafræða og fötlunarfræða og hef sinnt stundakennslu frá 2007 um mannréttindi fatlaðs fólks.

Hef útbúið sérsniðina fyrirlestra og námskeið fyrir félagasamtök, sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir varðandi mannréttindi og fjölbreytileikann.

 

 
 

Hafa samband

Hægt er að hafa samband við mig með því að fylla út formið hér að neðan.